11:03
Poppríki Madonnu í 40 ár
Druslan og dýrðlingurinn
Poppríki Madonnu í 40 ár

Um þessar mundir eru 40 ár eru liðin í ár frá útgáfu fyrstu smáskífu poppdrottningarinnar Madonnu. Af því tilefni fer Birgir Örn Steinarsson yfir tónlistar- og kvikmyndaferil hennar, réttindarbaráttu, einkalíf, sigra og sorgir. Hver þáttur hefur sitt eigið þema sem einkennir listasögu, höfundaverk eða persónuleika hennar.

Í öðrum þætti verður áhersla á réttindarbaráttu Madonnu skoðuð. Sérstaklega hvernig hún hefur sífellt storkað hugmyndum almennings um kynlíf og trúmál. Hún var brautryðjandi í baráttunni um kvenfrelsi á níunda- og tíunda áratugnum þar sem hún hikaði ekki við að nota list sína til þess að rugga bátnum. Nú síðast á Eurovision hátíðinni í Ísrael árið 2019.

Var aðgengilegt til 15. maí 2023.
Lengd: 1 klst. 10 mín.
,