16:05
Rokkland
Ólafur Arnalds
Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Gestur Rokklands í dag er Ólafur Arnalds sem er orðinn stórt nafn í hinum alþjóðlega tónlistarheimi. Hann hefur unnið til fjölda veðlauna víða um heim og núna í ár var hann tilnefndur til Grammy verðlauna fyrir tvö lög af nýjustu plötunni seinni, Some kind of peace, og hann er að fara núna loksins að fylgja henni eftir með tónleikaferðalagi um allan heiminn.

Ólafur hefur tónleikaferðalag sitt um heiminn með tónleikum í Háskólabíói, 23. maí næstkomandi.

Það eru þrjú ár síðan Ólafur kom síðast fram á tónleikum á Íslandi en tónleikarnir í Háskólabíó marka upphafið af langri tónleikaröð og eru þeir fyrstu af um 50 í mörgum af helstu tónleikahöllum heims, í Norður Ameríku og Evrópu, s.s. Walt Disney Concert Hall í Los Angeles, Hammersmith Apollo í London og Tempodrom í Berlín.

Var aðgengilegt til 15. maí 2023.
Lengd: 1 klst. 50 mín.
,