18:00
Kvöldfréttir
Kvöldfréttir 15. maí 2022
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Óformlegar viðræður hafa staðið í dag milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks i Reykjavík. Samanlagt fengu flokkarnir tíu borgarfulltrúa og vantar tvo til viðbótar til að ná saman meirhluta í borgarstjórn.

Kjörsókn dróst saman í öllum stærstu sveitarfélögum landsins í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum, ef frá er talinn Hafnarfjörður

yfir 250 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá því skömmu fyrir hádegi. Tveir jarðskjálftar yfir fjórir að stærð hafa mælst eftir hádegi í dag, annar þeirra á sjötta tímanum í kvöld.

Tunglið verður almyrkvað í nótt á suðvestur himni, um klukkan hálf fjögur. Ritstjóri stjörnufræðivefsins segir fallegt sjónarspil í vændum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 10 mín.
,