12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 29. ágúst 2021
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Lögreglan rannsakar manndráp á Landspítalanum. Kona á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi, grunuð um að hafa orðið konu að bana á spítalanum. Ekki liggur fyrir hvort að það var af ásetningi eða gáleysi.

Bandaríkin vara við annari hryðjuverkaárás við flugvöllinn í Kabúl og biðja fólk um að koma sér þaðan samstundins. Bretar og Frakkar vilja að Sameinuðu þjóðirnar komi upp öruggu svæði í Kabúl svo hægt verið að halda áfram að flytja fólk á brott.

Einn lést á Landspítalanum síðasta sólarhringinn vegna covid. 51 kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. 31 var utan sóttkvíar við greiningu en 20 voru innan sóttkvíar.

Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, segir að hópsmit sé komið upp á Vestfjörðum. Áttatíu eru í sóttkví eftir að tveir nemendur við grunnskólann á Ísafirði greindust með kórónuveiruna.

Það er fundað stíft í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands vegna ofbeldismála innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Krafist er harðra aðgerða af hálfu sambandsins.

Þúsundir íbúa Louisiana-ríkis í Bandaríkjunum hafa flúið heimili sín, en búist er við að fellibylurinn Ída nái þar landi í kvöld. Varað er við sterkasta fellibyl frá því um miðja nítjándu öld.

Flugumferðarstjórar aflýstu í gær, eftir langa samningalotu, verkfalli sem átti að taka gildi á þriðjudaginn. Formaður félags Flugumferðarstjóra segir að viðræðurnar hafi tekið á, en fyrst og fremst hafi verið tekist á um launahækkanir og lengd kjarasamnings.

Meira áfengi var drukkið á Norður- og Austurlandi í sumar en á sama tíma í fyrra. Áfengisdrykkja miðað við sölutölur ÁTVR dróst hins vegar saman á höfuðborgarsvæðinu.

Bergrún Ósk Aðalsteisdóttir, frjálsíþróttakona, varð í 8. sæti í langstökki í Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó en keppni lauk nú rétt fyrir hádegi.

Var aðgengilegt til 27. nóvember 2021.
Lengd: 20 mín.
,