18:00
Kvöldfréttir
Kvöldfréttir 29. Ágúst
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Gott kvöld.

Guðni Bergsson er hættur sem formaður Knattspyrnusambands Íslands. Framkvæmdastjóri KSÍ segir sambandið hafa brugðist þolendum.

Kona á sextugsaldri hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald, grunuð um að hafa orðið sjúklingi á geðdeild Landspítalans að bana.

Bandaríkjaher segist hafa komið í veg fyrir hryðjuverk í dag með því að gera drónaárás á sprengjuhlaðinn bíl vígamanns í Afganistan sem stefndi að flugvellinum í Kabúl.

Fjórtán sjúklingar eru inniliggjandi á Landspítalanum vegna COVID-19. Þeim fjölgar um tvo frá því í gær. Síðasta sólarhring lést þriðji sjúklingurinn á tæpri viku vegna sjúkdómsins.

Umhverfisstofnun vaktar rusl á sjö stöðum við strendur Íslands með það að markmiði að koma í veg fyrir að úrgangur lendi í hafinu. Plast er langstærsti hluti þess sem safnast.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 10 mín.
,