14:00
Tengivagninn
Charlie Watts, endurtekningar, slaufun Bob Dylans og Pannonica
Tengivagninn

Úrval úr þáttum vikunnar.

Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Melkorka Gunnborg Briansdóttir.

Fráfall breska trommuleikarans Charlie Watts úr The Rolling Stones fór eflaust ekki framhjá mörgum tónlistarunnendum í gær. En að gefnu tilefni fjöllum við í Tengivagninum um lífshlaup trommarans og stíl. Heyrum brot úr gömlum viðtölum við kappan og sláum einnig á þráðinn til Birgis Baldurssonar, trommuleikara, austur á landi og ræðum um Charlie.

Við veltum fyrir okkur endurtekningum, nánar tiltekið endurtekinni tónlist. Af hverju spilum við sömu tónlistina aftur og aftur, af hverju elska börn endurtekningar og hvernig er hægt að snúa þessari ást á endurtekinni tónlist upp í pyntingar?

Er í alvörunni komið að því að slaufa Bob Dylan? Er spurning sem hangir í loftinu eftir að kæra var lögð fram á hans þar sem hann er ásakaður um að hafa beitt 12 ára stelpu kynferðslegu ofbeldi í íbúð sinni á Chelsea hótelinu í New York borg árið 1965. Og ef eitthvað er til í þessari ásökun þurfum við að gera upp með okkur hvort við séum tilbúin að slaufa tónlistarmanninum og nóbelskáldinu Bob Dylan.

Pannonica de Koenigswarter úr Rothschild-bankafjölskyldunni er ein mesta velgjörðarkona tónlistarsögunnar en hún flúði áhyggjulaust líf sitt í Evrópu til Bandaríkjanna, þar sem hún tók ástfóstri við píanóleikarann Thelonious Monk og fleiri fræga djassara. Við skoðum magnað líf Pannonicu í dag sem á sínum tíma var kölluð djassbarónessan.

Var aðgengilegt til 29. ágúst 2022.
Lengd: 55 mín.
,