18:30
Undiraldan
Íslenskt teknó, já takk!
Undiraldan

Glæný íslensk tónlist úr ýmsum áttum.

Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.

Íslenska teknósenan er kyrfilega neðanjarðar og ratar ekki oft í útvarpið sem eðlilegt er allavega sé horft til klassíska fólksfjöldaviðmiðsins. Hún er engu að síður sprelllifandi og heyrist á klúbbum í Rotterdam, Hanoi, Rio De Janero og í Undiröldu kvöldsins sem fer heldur betur á dýpið að þessu sinni.

Sérstakar þakkir fær Ísar Logi Arnarsson fyrrverandi ritstjóri Undirtóna sem heldur úti lagalistanum Icelandic Music (Electronica/Dance) á Spotify, þar sem hann og áhugasamir slafra í sig nýjustu hræringar og hljóðheim íslenska teknósins.

Lagalistinn

Bistro Boy - Stay With Me

Thorkell Máni - 14 Days (Lolu Menayed remix)

Ohm & Kvadrant - Kattegat (Ben Buitendijk remix)

Nikitia Sabelin, Exos - Brooklyn Train (Exos Remix)

Ozy - Pull the Strings

Var aðgengilegt til 18. mars 2022.
Lengd: 30 mín.
,