14:03
Á tónsviðinu
Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Í þættinum verður flutt tónlist sem samin hefur verið við gamanleikritið „Ys og þys út af engu“ (Much Ado About Nothing) eftir William Shakespeare. Franska tónskáldið Hector Berlioz samdi óperuna „Beatrís og Benedikt“ upp úr leikritinu árið 1862 og írska tónskáldið Charles Villiers Stanford samdi óperuna „Ys og þys út af engu“ árið 1901. Erich Wolfgang Korngold samdi tónlist við leikritið fyrir sýningu á því í Vínarborg árið 1920. Og árið 1993 var gerð kvikmynd eftir leikritinu með Kenneth Branagh og Emmu Thompson í aðalhlutverki, en skoski tónsmiðurinn Patrick Doyle samdi tónlist við hana. Í þættinum verða leikin atriði úr öllum þessum tónsmíðum. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Var aðgengilegt til 16. júní 2021.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,