06:50
Morgunútvarpið
18. mars - Málfar, Kafbátur, Bláa lónið og snallvöktun sjúklinga
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Anna Sigríður Þráinsdóttir ræddi íslenskt mál við okkur og í dag heyrðum við af nokkrum skemmtilegum nýyrðum.

Kafbátur er nýtt íslenskt barnaleikrit sem snertir bæði hjartað og hláturtaugarnar. Segja má að sýningin sái ekki bara menningarlegum fræjum heldur koma raunveruleg birkifræ líka við sögu. Harpa Arnardóttir, leikstjóri og Kjartan Darri Kristjánsson leikari komu til okkar og sögðu okkur meira af þessari forvitnilegu sýningu.

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, var í viðtali hjá okkur og við ræddum við hann um þær ákvarðanir stjórnvalda að rýmka reglur á landamærunum en forsvarsmenn ferðaþjónustunnar hafa fagnað því mjög. Þá ræddum við einnig við hann um jarðskjálftahrinuna en starfsmenn Bláa lónsins hafa eðlilega fundið vel fyrir henni.

Sidekick Health og hjartadeild Landspítalans vinna saman að innleiðingu á stafrænu eftirliti með hjartasjúklingum um þessar mundir. Verkefnið felur í sér fjarvöktun og fjarstuðning með það að markmiði að fækka bráðainnlögnum á spítala, auk þess að gera fólki kleift að taka virkari þátt í eigin meðferð en núverandi kerfi leyfir. RANNÍS styrki nýlega verkefnið um 135 milljónir króna og þeir Tryggvi Þorgeirsson forstjóri og stofnandi Sidekick Health og Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á LSH komu til okkar og fræddu okkur um þetta áhugaverða verkefni.

Tónlist:

Tryggvi - Við erum eitt.

Blanche - City lights.

Elton John og Kiki Dee - Dont go breaking my heart.

Lukas Graham - Scars.

Grafík - Presley.

Kaleo - Way down we go.

E.L.O. - Dont bring me down.

Lenny Kravitz - Believe.

Celeste - Love is back.

Var aðgengilegt til 18. mars 2022.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,