06:50
Morgunvaktin
Aukaverkanir af lyfjum, illindi í alþjóðasamskiptum og Jón Múli
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Bóluefni AstraZeneca hefur verið tekið úr umferð á Íslandi og í nokkrum öðrum Evrópuríkjum vegna ótta við hættulegar aukaverkanir. Í dag verður haldinn fundur hjá Lyfjastofnun Evrópu um málið. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, kom til okkar á Morgunvaktina. Við ræddum við hana um aukaverkanir, bæði af bóluefnum við Covid 19 og lyfjum almennt,

Það er grunnt á því góða milli Bidens Bandaríkjaforseta og Pútíns Rússlandsforseta. Biden jánkaði aðspurður í sjónvarpsviðtali að Pútín sé morðingi og Pútín brást við með að kalla sendiherra sinn heim frá Washington. Samskipti Breta og Evrópusambandsins eru líka stirð þessa dagana. Já, það eru vandræði víða. Bogi Ágústsson fór yfir erlend tíðindi í Heimsglugganum.

Undir lok mánaðarins, 31. mars, verða hundrað ár frá fæðingu Jóns Múla Árnasonar útvarpsmanns og tónskálds. Í tilefni þess blæs Stórsveit Reykjavíkur til veislu í Hörpu á sunnudag og mánudag; þekktustu lög Jóns Múla verða flutt í nýjum útsetningum. Sigurður Flosason mun stýra sveitinni og kynna lögin, hann spjallaði um Jón Múla og lögin hans.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,