18:00
Spegillinn
Réttlát umskipti, barnaverndarmál og ráðningarstyrkir
Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Spegillinn 18.3.2021

Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir.

Hundrað manns, þar af fimmtíu starfsmenn Landspítala eru í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist í gær utan sóttkvíar. Rætt við Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdóma á Landspítalanum

Lyfjastofnun Evrópu segir að færri hafi fengið blóðtappa eftir að hafa fengið bóluefni AstraZeneca en búast hefði mátt við. Það er sagt bæði vel virkt og öruggt.

Hugsanlegt er að minni skjálftavirkni nú á Reykjanesskaga sé undanfari eldgoss. Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að áður en Kröflueldar hófust hafi dregið úr skjálftavirkni og aflögun. Dregið hefur úr líkum á stórum skjálftum næstu daga. Rætt við Kristínu Jónsdóttur, náttúruvársérfræðing á Veðurstofu Íslands.

Breiðafjarðarfejan Baldur lagði að bryggju í Brjánslæk núna klukkan sex að lokinni fyrstu ferð yfir fjörðinn eftir viðgerð. Ferjan bilaði í síðustu viku í annað sinn á innan við ári og tók ferðin rúman sólarhring í stað þess að taka þrjá tíma. Rætt við Unnar Valby Gunnarsson, skipstjóra á Baldri, sem segir það vera létti að ferjan er aftur komin á siglingu. Ekkert stress hafi verið í áhöfninni áður en lagt var af stað.

Óvenju hlýtt hefur verið á Austfjörðum í dag. Hiti mældist yfir tuttugu stigum bæði á Dalatanga og í Neskaupstað, og sjálfvirkir mælar Veðurstofunnar bæði í Reyðarfirði og Eskifirði sýndu 19,6 stig í dag og á Bakkagerði náði hitinn 19,3 stigum. Róbert Jóhannsson, ræddi við Díönu Ívarsdóttur aðstoðarskólastjóra gunnskólans á Reyðarfirði og Birtu Líf Kristinsdóttur, veðurfræðing á Veðurstofu Íslands.

Lengri umfjöllun:

Réttlát umskipti: Verkalýðshreyfingin leggur til að stofnaður verði sérstakur vinnuhópur innan Þjóðhagsráðs til að tryggja að umskipti yfir í kolefnislaust Ísland verði réttlát. Aðgerðir stjórnvalda núna séu hlutfallslega mest íþyngjandi fyrir lágtekjuhópa. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem verkalýðshreyfingar á Íslandi hafa staðið að. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, hagfræðing BSRB og einn af skýrsluhöfundum. Skýrslan heitir Réttlát umskipti: Leiðin að kolefnislausu samfélagi. Hún er unnin í samstarfi við 14 samtök launafólks í sex ríkjum á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Barnavernd: Annar pistill af þremur. Það er spennandi að sjá hvernig hægt að að efla þjónustu við börn og fækka þannig barnaverndarmálum, segir Heiða Björg Pálmadóttir forstjóri Barnaverndarstofu . Henni líst vel á kerfisbreytingar sem nú eru í deiglunni og segir þær risastórar. Ragnhildur Thorlacius talaði við han

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 30 mín.
,