06:50
Morgunútvarpið
19. feb. - Ljósmyndir, félagsráðgjöf, íþróttir, fréttaspjall og hégómi
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Eyþór Ingi Jónsson, organisti í Akureyrarkirkju, er mikill áhugamaður um náttúruljósmyndun og nýtir hverja lausa stund til að sinna þessu áhugamáli sínu. Nú er hann með sýningu á nokkrum mynda sinna á Glerártorgi á Akureyri. Gígja Hólmgeirsdóttir skrapp á Glerártorg og spjallaði við Eyþór Inga um sýninguna hans.

Félagsráðgjafaþing fer fram í dag, en ekki er um hefðbundið þing að ræða að þessu sinni heldur afmælisdagskrá þar sem stuðst verður við tæknina. Guðný Björk Eydal deildarforseti Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands er ein þeirra sem flytur erindi en hún fjallar um hlutverk félagsráðgjafans við hamfarir. Guðný kom til okkar og sagði okkur frá starfi félagsráðgjafans.

Íþróttafélögin Keflavík og Njarðvík hafa sameinast um að bjóða upp á námskeið í körfubolta og knattspyrnu fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfir. Hjördís Baldursdóttir íþróttastjóri hjá Keflavík var á línunni og sagði okkur meira.

Við fengum reynslubolta til okkar í fréttir vikunnar. Þau Hugrún Halldórsdóttir, fjölmiðlakona, og íþróttafréttamaðurinn fyrrverandi, Arnar Björnsson, komu til okkar og ræddu helstu tíðindi vikunnar.

Freyr Gígja Gunnarsson færði okkur svo fréttir af ríka og fræga fólkinu í Hégómavísindahorninu góða. Þar komu við sögu Britney Spears, breska konungsfjölskyldan og Óskarinn.

Tónlist:

GDRN og Auður - Hvað ef?

Sting - If you love somebody set them free.

Nýju fötin keisarans - Er ég tilbúinn að elska?

Gus Gus - Ladyshave.

Freddie Mercury - Living on my own.

Dolly Parton - 9 to 5.

Sálin hans Jóns míns - Sódóma.

Var aðgengilegt til 19. febrúar 2022.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,