14:03
Málið er
Að lifa eftir að hafa orðið valdur að dauða annarra
Málið er

Í þættinum er rætt við fólk sem þú vilt vita meira um, sagðar sögur af körlum og konum sem þú vissir ekki að væru til og aflað heimilda um atburði sem þú gast ekki ímyndað þér að hefðu átt sér stað, skildir ekki eða hafðir ekki uppgötvað að væru áhugaverðir.

Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.

Á hverju ári verða slys af mannavöldum þar sem einstaklingar valda öðrum skaða. Við heyrum af slysunum en sjaldnast því sem á eftir kemur. Þrátt fyrir að um slys hafi verið að ræða þá reynist það flestum erfitt að lifa með það á samviskunni að hafa valdið öðrum skaða.

Þórður Gunnar Þorvaldsson þekkir þá reynslu vel. 26. maí 2004 var örlagaríkur dagur sem breytti öllu i hans lífi. Þá varð hann valdur að dauða konu þegar hann var að bakka bíl sínum úr stæði í miðborg Reykjavíkur.

Þórður ræðir um slysið og hvaða áhrif það hafði á líf hans í þættinum. Á einu augnabliki fór hann frá því að vera góður námsmaður og íþróttamaður yfir í að ráða ekki við lífið.

Rætt við Þórð Gunnar Þorvaldsson og séra Vigfús Bjarna Albertsson sjúkrahúsprest sem þekkir vel til slíkra mála. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.

Var aðgengilegt til 19. febrúar 2022.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,