13:02
Samfélagið
Velferðarstörf og Covid. Blómaræktandinn. Gæludýr.
Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkur: Síðasta ár með Cocid 19 ástandinu var mikil áskorun fyrir velferðarþjónustuna. Auk þess sem margir starfsmenn þurftu á ákveðnu tímabili að vera í sóttkví þá þurfti að finna lausnir á ótal vandamálum. Regína fer yfir það og hvaða lærdóm megi draga af því.

Gísli Jóhannsson blómaræktandi í Dalsgarði: Það er háannatími hjá blómabændum þessa dagana. En það er ekki bara háannatími þessa dagana, heldur nær alla daga og það er ekkert lát á vinsældum blóma. Blóm eru ekki lengur bara til hátíðabriðgða heldur hluti af hversdeginum og bændur hafa ekki undan við að anna eftirspurn.

Sabine Leskopf,borgarfulltrúi og formaður stýrihóps: Sabine er formaður stýrihóps sem var skipaður til að koma með tillögur um þjónustu við gæludýr í Reykjavík. Miklar breytingar verða á öllu utanumhaldi gæludýra hjá Reykjavíkurborg.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,