06:50
Morgunvaktin
Tilraun til rafræns heilsupassa hafin
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Það er snúið að ferðast milli landa þegar strangar reglur gilda um sýnatökur og sóttkví. Bólusett fólk og fólk sem myndað hefur mótefni gegn covid-19 á ekki greiða leið yfir landamæri. Á vettvangi alþjóðasamtaka flugfélaga er unnið að útgáfu rafræns heilsupassa sem auðvelda á ferðalög. Kristján Sigurjónsson sagði okkur frá í spjalli um ferðamál.

Kynferðisleg friðhelgi, móttaka flóttamanna, breytingar á áfengislögum, lokun spilakassa og sérstakar umræður um Covid 19 og um loftslagsmál. Þetta og fleira kom til umræðu í þingsal í vikunni. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir þingfréttamaður fór yfir það helsta í íslenskum stjórnmálum upp úr klukkan hálf átta.

Hvenær á að varðveita hús og hvenær má rífa hús? Við veltum þessu fyrir okkur á Morgunvaktinni í dag. Í gildi eru lög og reglur en þetta er líka tilfinningamál; hús geta haft gildi þótt það falli ekki nákvæmlega að þeim friðunar- og verndarstöðlum sem settir hafa verið. Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns, rabbaði um þessi mál við okkur.

Tónlist:

Rómans - Tómas R. Einarsson

Galvestone ? Glen Campbell

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,