14:30
Kúrs
Aðdráttarafl klifurs

Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga. Leiðbeinendur: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen.

Fjallað er um vinsældir klifurs á Íslandi og hvað veldur því að íþróttin höfðar til svo fjölbreytts hóps fólks. Leitast er við að svara spurningum um hvernig klifur byrjaði á Íslandi, hvers vegna klifur hefur orðið svo vinsælt á síðustu árum og hvernig það varð hluti af íslensku íþróttalífi.

Viðmælendur þáttarins eru meðal annars Björn Baldursson, fyrsti Íslendingurinn sem keppti í klifri á alþjóðlegu móti, og Valdimar Björnsson, einn fremsti klettaklifrari landsins, auk Reynis Ólafssonar, sem hefur keppt fyrir Íslands hönd í klifri. Upptökur heyrast af Þorgerði Þórólfsdóttur að leiða sportklifurleið í Gimlukletti á Hnappavöllum, Þórður Sævarsson veitir

henni ráð.

Þátturinn varpar ljósi á þróun klifurs á Íslandi, frá upphafi klettaklifurs fyrir tæpum fimmtíu árum, yfir í innanhússklifur á tilbúnum veggjum sem nú hefur orðið sjálfstæð íþrótt. Jafnframt er skoðað hvernig keppnisklifur hefur þróast, meðal annars með þátttöku Íslands í alþjóðlegum mótum eins og Ólympíuleikunum og heimsmeistaramótum.

Umsjón Elísabet Thea Kristjánsdóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 21 mín.
,