Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur að segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Þáttur frá 16. október 2016: Í þessum þætti ætlum við að velta fyrir okkur samgöngum í þessu landi. Við spáum í flugsamgöngur, opinbera samgönguáætlun og rafmagnsreiðhjól. Innslög í þáttinn unnu fréttamenn Ríkisútvarpsins á Vestfjörðum og Norðurlandi.
Dagskrárgerð: Dagur Gunnarsson, Halla Ólafsdóttir, Ágúst Ólafsson og Þórgunnur Oddsdóttir.
Umsjón með endurliti: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Einstaklingar héðan og þaðan leika tónlist að eigin vali í þáttaröð frá vetrinum 2013-2014
Einstaklingar héðan og þaðan leika tónlist að eigin vali í þáttaröð frá vetrinum 2013-2014
Frá 5. október 2013
Umsjón: Kristín Svava Tómasdóttir
Screamin´ Jay Hawkins, I put a spell on you
Tom Waits, Romeo is bleeding
Guillermo Portabales, Al vaivén de mi carreta
Marvin Gaye, Inner city blues
Gil Scott-Heron, The revolution will not be televised
Manu Chao, Clandestino
José Afonso, Canção de embalar
Boss AC, Sexta-feira
Sixto Rodriguez, Can´t get away
Logar, Minning um mann
Marlena Shaw, Woman of the ghetto

Útvarpsfréttir.

Umsjón: Kristján Kristjánsson.

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.

Í kringum 1960 var rafmagn lagt til sveitabæja innst í Eyjafirði sem hluti af markvissri áætlun stjórnvalda um að rafvæða landið. Sölvadal var þó sleppt. Hann er einn af dölunum innst í firðinum og þar var búið á þremur bæjum. En hvaða afleiðingar átti sú ákvörðun eftir að hafa í för með sér? Fjallað er um byggðasögu Sölvadals og rætt við fólk sem þekkir af eigin raun hvernig er að búa á svæði sem tengdist aldrei rafveitukerfi landsins.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Aftakaveður gekk yfir landið í byrjun desember 2019. Það hafði miklar afleiðingar og sérstaklega inni í Sölvadal. Miðvikudagskvöldið 11. desember barst útkall vegna slyss við Eyvindarstaðavirkjun. Björgunarsveitir víðsvegar að af landinu tóku þátt í leitinni, meðal annars félagar í hjálparsveitinni Dalbjörg í Eyjafirði.
Viðmælendur: Gyða Sjöfn Njálsdóttir og Óskar Pétur Friðriksson.
Umsjón og dagskrárgerð: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Það eru ekki nema tæp fimmtíu ár síðan kommúnistastjórnin í Kína þar ákvað að opna hagkerfið, leyfa erlendar fjárfestingar og sleppa markaðsöflunum lausum, þó með stífum skilyrðum. Það sem hefur gerst síðan þá er stundum kallað kínverska kraftaverkið: Kína breyttist úr því að vera eitt af fátækustu ríkjum heims í eitt af þeim ríkustu. Hagkerfið þar er nú samkvæmt sumum mælikvörðum það stærsta í heimi og búið að vera það undanfarin ellefu ár. Kína er þannig orðið að stórveldi í viðskiptum og þungavikt í heimspólitíkinni en hvað þýðir það fyrir önnur stórveldi, ekki síst á þessum viðsjárverðu tímum sem við lifum á? Við bregðum okkur til Beijing með Birni Malmquist.
Bræðibeita er orð ársins hjá Oxford-orðabókinni en það er notað yfir efni á netinu sem er ætlað að kveikja bræði eða reiði lesenda til þess að fá fólk til að smella á efnið. Þetta er kallað rage-bait á ensku en notkun þess hefur þrefaldast síðustu tólf mánuði. Oddur Þórðarson segir okkur allt um bræðibeituna.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Allt frá því Hilmar Þórðarson kynntist nútímatónlist og síðan rafeindamúsík á níunda áratug síðustu aldar hefur hann verið óþreytandi við að tileinka sér nýjustu hugmyndir og tækni í tónlist og eins að fræða aðra. Samhliða því hefur hann samið grúa tónverka sem flutt hafa verið hér á landi og víðar um heim á síðustu áratugum.
Verk:
Óútgefið - Kuuki no Sukima, Niður - Murmur
Óútgefið - Sononymus II Glaðlyndi
Óútgefið - Sononymus for Human Body
Óútgefið - Kuuki no Sukima, Niður - Murmur
Óútgefið - Niðarósómar

Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga. Leiðbeinendur: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen.
Birta Bjarkadóttir fjallar um hlutverk bréfaskrifta í nútímanum. Hver er tilgangur bréfa nú til dags? Eru bréfaskriftir deyjandi listform eða lifandi fyrirbæri? Hvers vegna skrifum við bréf þegar við getum sent skilaboð í gegnum síma?

Veturinn 2009-2010 fékk Ævar Kjartansson Pál Skúlason, heimspeking og fyrrverandi háskólarektor, til liðs við sig til þess að fjalla um grunnhugmyndir í okkar samtíma. Í fyrsta þættinum spjölluðu þeir um eðli hugmynda almennt en fengu síðan til sín fræðimenn á ýmsum sviðum til þess að ræða hugmyndina um þjóðina, ríkið, samfélagið, hamingjuna, frelsið svo eitthvað sé nefnt.
Hamingjan í Heimi hugmyndanna
Páll Skúlason og Ævar Kjartanson ræða við Kristján Kristjánsson, heimspeking.

Útvarpsfréttir.

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Þátturinn í dag verður uppfullur af furðulegum ökutækjum í bókum fyrir börn, Undrarútan, Ævintýrabíllinn og Brandarabíllinn.
Þá verður líka fjallað um nýja skáldsögu frá Einari Kárasyni, Sjá dagar koma, sem hann skrifaði eftir ábendingu forseta Íslands og er örlagasaga manns á Vestfjörðum í lok 19. aldar eftir að bandarísk lúðuveiðiskip fara að venja komur sínar hingað.
Svo er rætt um stærðarinnar doðrant beint úr rússnesku klassíkinni, Minnisblöð veiðimanns eftir raunsæismeistarann Ívan Túrgenev sem Áslaug Agnarsdóttir hefur verið að þýða nú nokkuð lengi en var að koma út og það eru tíðindi.
Viðmælendur: Sváfnir Sigurðarson, Áslaug Agnarsdóttir og Einar Kárason.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Lagalisti:
Fílaskó Tríó - Myllumerki.
Silva and Steini - It's bad for me.
Garbarek, Jan Group, Garbarek, Jan, Boine, Mari - Darvánan.
Shorter, Wayne, Carter, Ron, Hancock, Herbie, Williams, Tony, Davis, Miles - Nefertiti.
Benjamín Gísli Einarsson - Absent Light.
Vienna Art Orchestra, Horn, Shirley - Someone to watch over me.
Tyreek McDole - Everyday I have the blues
Percy Mayfield - Louisiana
Adele Viret - Horizons
Kjartan Valdemarsson og Stórsveit Reykjavíkur - Katla
Tómas Jónsson -Arfur (Gúmbó nr 5)

Fréttir
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er fjallað um byltinguna í Íran 1978-1979, þegar írönsk alþýða reis upp gegn keisaranum Mohammed Reza Pahlavi, og íhaldssamir íslamskir klerkar komust að lokum til valda.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Jónatan Garðarsson valdi.
Miles Davis eikur lög frá ýmsum tímum: Bye Bye Blackbird, Round Midnight, Someday My Prince Will Come, Walkin', Seven Steps To Heaven og So What. Saxófónleikararnir Arnett Cobb, Jimmy Heath og Joe Henderson spila lögin Smooth Sailing, Steeple Chase, Lester Leaps In, I Got Rhythm og syrpuna Ballad Medley. McCoy Tyner tríóið leikur lögin The Night Has Thousand Eyes, Trane-like.
Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.
Hvort tveggja telst rétt, að hlaupa hart og hlaupa hratt. Það fyrrnefnda, að hlaupa hart, átti þó ekki upp á pallborðið hjá Jóni Arnari, kennara á Sauðárkróki sem sendi bréf til útvarpsþáttarins Daglegs máls á áttunda áratugnum; og ekki heldur hjá áhyggjufullri, ónafngreindri konu sem skrifaði Vikunni á sjöunda áratugnum.

Í Sagnaslóð er víða leitað fanga. Sagt er frá mönnum og málefnum fyrri tíma. Umsjónarmenn: Birgir Sveinbjörnsson og Jón Ormar Ormsson
Þættir frá vetrinum 2008-2009
Fjallað um Hólmstein Helgason sem fæddur var 1893 í Mývatnssveit og létst 1988. Hann ólst upp á Langanesi og settist síðan að á Raufarhöfn þar sem hann stundaði sjómennsku, útgerð og síldarverkun í áratugi. Hann gegndi einnig fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélagið. Lesið er úr bókinni Aldnir hafa orðið Skjaldborg Akureyri 1977 Súlur tímarit 7. Árg. 1977. Lesari með umsjónarmanni Bryndís Þórhallsdóttir Tónlist: Foster/ Bragi Sigurjónsson. Við lágan bæ Smárakvartettinn á Akureyri/ Það er svo margt Foster/Jón frá Ljárskógum: Blærinn í laufi Jóhann Konráðsson/ Ljúflingslög Umsjón Birgir Sveinbjörnsson


Veðurfregnir kl. 22:05.

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Litla flugan hefst á því að leikin er upptaka sem gerð var á Keflavíkurflugvelli þar sem Elly Vilhjálms syngur með Orion kvintettinum. Þá eru leiknar upptökur frá sænska ríkisútvarpinu með stórsveit sænska útvarpsins frá 1957. Sænski söngvarinn Gunnar Siljabloo Nilson syngur með stórsveitinni. Bandaríska söngkona Ernestine Anderson syngur með sænsku djasstríói og einnig heyrist í Moniku Zetterlund. Ragnar Bjarnason syngur með KK sextettinum, auk þess sem leikin er gömul upptaka af lakkplötu þar sem Unnur Brynjólfsdóttir syngur með KK sextettinum. Tríó Bengt Hallberg leikur eitt lag og að lokum heyrist upptaka með Elly Vilhjálms og Orion kvintettinum.

Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Gísli Marteinn Baldursson og Sandra Barilli leiða hlustendur inn í laugardaginn, taka stöðuna á fólki og fréttum, spila góða tónlist og fá til sín vel valda gesti í skemmtilegt spjall.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Kristján Freyr setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi, gestir mæta með margs konar meðmæli og taktviss topptónlist fær að hljóma.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Rapparinn og plötusnúðurinn Ragga Holm á Rás 2 alla laugardaga með tónlistarþáttinn Smell. Frábær upphitun fyrir kvöldið!

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Farið yfir vinsælustu lög Rásar 2 þessa vikuna.
Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir.
Samantekt lista: Matthías Már Magnússon.
Tekið er á móti gesti sem fer í gegnum lög sem svör við ákveðnum spurningum. Hvað var fyrsta lagið sem þú hlustaðir á aftur og aftur? Hvaða lag myndiru spila til að loka frábærum degi? Hvert er jarðarfaralagið þitt? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem poppa upp en svo fylgir einhverskonar æviágrip með í kjölfarið.
Hán með marga hatta, lögfræðingur, aktívisti, annar meðlimur plötusnúðs tvíeykisins Glókollur ásamt mörgu öðru. Hán mætir með lög í farteskinu sem við notum til að fleyta kellingar meðan við förum lauslega yfir lífsferilinn.

Heiða Eiríks og Ingi Þór stjórna Næturvaktinni til skiptis. Þau spjalla við landann og spilar tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.
