
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Þátturinn í dag verður uppfullur af furðulegum ökutækjum í bókum fyrir börn, Undrarútan, Ævintýrabíllinn og Brandarabíllinn.
Þá verður líka fjallað um nýja skáldsögu frá Einari Kárasyni, Sjá dagar koma, sem hann skrifaði eftir ábendingu forseta Íslands og er örlagasaga manns á Vestfjörðum í lok 19. aldar eftir að bandarísk lúðuveiðiskip fara að venja komur sínar hingað.
Svo er rætt um stærðarinnar doðrant beint úr rússnesku klassíkinni, Minnisblöð veiðimanns eftir raunsæismeistarann Ívan Túrgenev sem Áslaug Agnarsdóttir hefur verið að þýða nú nokkuð lengi en var að koma út og það eru tíðindi.
Viðmælendur: Sváfnir Sigurðarson, Áslaug Agnarsdóttir og Einar Kárason.