
Í kringum 1960 var rafmagn lagt til sveitabæja innst í Eyjafirði sem hluti af markvissri áætlun stjórnvalda um að rafvæða landið. Sölvadal var þó sleppt. Hann er einn af dölunum innst í firðinum og þar var búið á þremur bæjum. En hvaða afleiðingar átti sú ákvörðun eftir að hafa í för með sér? Fjallað er um byggðasögu Sölvadals og rætt við fólk sem þekkir af eigin raun hvernig er að búa á svæði sem tengdist aldrei rafveitukerfi landsins.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Aftakaveður gekk yfir landið í byrjun desember 2019. Það hafði miklar afleiðingar og sérstaklega inni í Sölvadal. Miðvikudagskvöldið 11. desember barst útkall vegna slyss við Eyvindarstaðavirkjun. Björgunarsveitir víðsvegar að af landinu tóku þátt í leitinni, meðal annars félagar í hjálparsveitinni Dalbjörg í Eyjafirði.
Viðmælendur: Gyða Sjöfn Njálsdóttir og Óskar Pétur Friðriksson.
Umsjón og dagskrárgerð: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.