13:00
Samfélagið
Opið samtal, íðorðabankinn, málfar og þorrablót í heita pottinum
Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Við ætlum að ræða um lýðræði, umræðuhefð og samtöl. Borgarbókasafnið hefur í nokkur ár boðað til Opins samtals um ýmis málefni, fólk getur þá komið og speglað sig í samborgurum sínum og rætt málin. Dögg Sigmarsdóttir, verkefnastjóri Borgaralegrar þátttöku á Borgarbókasafninu, ætlar að ræða þetta fyrirbæri, opið samtal, við okkur hér rétt á eftir.

Við kynnum okkur Íðorðbanka Árnastofnunar en hlutverk hans er meðal annars að safna fræðiheitum og sameina þau þannig að ekki séu á kreiki mörg heiti um sama fyrirbærið. Og í bankanum eru um áttatíu orðasöfn, þar á meðal nýjasta safnið, sem er íðorðasafn í efnafræði. Við ræðum íðorð við Ágústu Þorbergsdóttur ritstjóra íðorðabankans.

Við heyrum málfarsmínútu og svo skellum við okkur á Þorrablót, og það ekkert venjulegt þorrablót. Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV rifjar upp sögulegt þorrablót sem fór fram á óvenjulegum stað,í heita pottinum í Laugardalslaug.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,