06:50
Morgunvaktin
Mikil óvissa á vinnumarkaði vegna Grindavíkur
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Niðurskurður samkeppnissjóða Vísinda- og tækniráðs nemur rúmum milljarði á árinu, samkvæmt fjárlögum. Vísindafólk hefur mótmælt þessu og jafnvel talað um að þetta jafngildi hópuppsögn á ungum vísindamönnum því færri fái tækifæri til að stunda rannsóknir. Erna Magnúsdóttir dósent og Eiríkur Steingrímsson prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands ræddu þetta.

Kjósa þarf milli tveggja efstu frambjóðenda til forseta í Finnlandi, en fyrri lotu kosninga lauk í gær án þess að einn frambjóðandi fengi afgerandi kosningu. Helga Hilmisdóttir rannsóknardósent hjá Árnastofnun fór yfir finnsku forsetakosningarnar með okkur.

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, var gestur okkar í síðasta hluta þáttarins. Við forvitnuðumst um stöðu atvinnuleysis í fyrra og útlitið fyrir þetta ár, og töluðum líka um stöðu Grindvíkinga.

Umsjón: Þórunn Elísabet Bogadóttir og Eyrún Magnúsdóttir.

Tónlist:

Mitchell, Joni - Carey.

Asa Trio - Cold Feet.

Sigríður Thorlacius - Svefnljóð (Ef sofnað ég get ekki síðkvöldum á).

Stewart, Dave, Jagger, Mick - Old habits die hard.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,