14:03
Fangar Breta: Bakvið rimlana
2. þáttur: Þjóðviljamenn
Fangar Breta: Bakvið rimlana

Í heimildarþáttunum Fangar Breta, sem sýndir eru á sunnudagskvöldum í janúar á RÚV, er fjallað um þá Íslendinga sem handteknir voru af Bretum í seinni heimsstyrjöld og vistaðir í breskum fangelsum án dóms og laga. Í útvarpsþáttunum Fangar Breta: Bakvið rimlana, er skyggnst enn frekar inn í líf þeirra sem þurftu að þola þessar hremmingar og kafað nánar ofan í baksögur fólksins sem flest sat í fangelsi fyrir litlar sem engar sakir.

Umsjón: Snærós Sindradóttir.

Handrit: Sindri Freysson.

Tónlist úr sjónvarpsþáttum um Fanga Breta: Sigurður Helgi Pálmason.

Í þættinum er fjallað nánar um handtökur ritstjóra og blaðamanna Þjóðviljans og þær ástæður sem Bretar sögðu að baki þeim. Einar Olgeirsson, annar ritstjóra Þjóðviljans, var þingmaður á Alþingi Íslendinga þegar handtókan fór fram og því reyndi á lög um þinghelgi sem og samstöðu ólíkra flokka í handtöku sem þótti ekkert annað en pólitísk afskipti Breta og alvarleg aðför að tjáningarfrelsinu.

Viðmælendur þáttarins eru: Skafti Ingimarsson, Þórhallur Sigurðsson og Sólveig Einarsdóttir.

Umsjón: Snærós Sindradóttir.

Handrit: Sindri Freysson.

Tónlist í þáttunum: Sigurður Helgi Pálmason.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,