19:00
Tónhjólið
Hvar erum við núna? Alabama eða Ríó
Tónhjólið

Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður að einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.

Við heyrum í þættinum tvær útgáfur af lagi sem samið var árið 1937. Aðra frá 1962 og hina frá 2023. Þar koma við sögu mikilvægir saxófónleikarar tenórsins.

Tenórsaxinn kemur líka við sögu í spjalli við Óskar Guðjónsson og Ife Tolentino sem heimsóttu stúdíó 12 síðastliðið sumar. Þeir ræða við Pétur Grétarsson um lífið og tilveruna -tónlistina og bræðralagið auk þess að spila og syngja.

Svo skjótum við inn einum strengjakvartetti Atla Heimis til að minna hlustendur á mikilvæga útgáfu á tónlist þess mikla meistara.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 18 mín.
e
Endurflutt.
,