22:10
Martröð minninganna
Martröð minninganna

Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur fjallar um atburði sem áttu sér stað í Katyn í Póllandi árið 1940. Hann fer yfir sögu Póllands, eftirmála og atburði sem áttu sér stað á vordögum 2010.

Í hugum Pólverja og flestra annarra sem til þekkja er orðið Katyn sveipað drunga tilgangslausrar grimmdar, þegar þúsundir pólskra hermanna voru sviptir þar lífi.

Pólsku forsætisráðherrahjónin og fylgdarlið fórust 10. apríl 2010 þegar þau voru á leið til minningarathafnar um atburðina sem áttu sér stað vorið 1940. Flugslysið vandurvakti og magnaði tilfinningar sem legið höfðu eins og mara á pólsku þjóðinni um áratuga skeið. Í þættinum er leitast við að bregða ljósi á Katyn 1940, forsögu og eftirmála, og Katyn í vitund þjóðar á vordögum 2010.

Umsjón: Þorleifur Friðriksson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 44 mín.
e
Endurflutt.
,