Ó, skrítna líf

Frumflutt

18. maí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Ó, skrítna líf

Ó, skrítna líf

Á þessu ári eru liðin 100 ár frá fæðingu Jónasar Árnasonar, en hann fæddist 28. maí 1923. Jónas var þekktur fyrir margt, hann var rithöfundur, söngtextahöfundur, alþingismaður, sjómaður og blaðamaður, svo nefnt það helsta. Í þættinum verður fjallað um Jónas og brugðið upp svolitlu broti af því sem eftir hann liggur. Margir þekkja til dæmis söngtexta hans „Einu sinni á ágústkvöldi“ og „Bíum bíum bambaló“. Fyrri textinn er saminn við lag er eftir bróður Jónasar, Jón Múla Árnason, og sunginn í leikriti sem þeir sömdu saman: „Deleríum búbónis“. Hinn síðarnefndi er sunginn við írskt þjóðlag í leikriti Jónasar „Þið munið hann Jörund“. Flutt verða atriði úr þessum leikritum og fleiri verkum eftir þá bræður, auk þess sem flutt verða brot úr viðtölum við Jónas. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Kristján Guðjónsson.

,