06:50
Morgunvaktin
Elvis, Einar Erlendsson og vandræði á flugvöllum
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Í þættinum var fjallað um tvo listamenn, hvorn á sínu sviðinu. Annar var arkitekt og teiknaði margar af glæsilegustu og þekktustu byggingum höfuðborgarinnar, hinn var Elvis Presley.

Einar Erlendsson arkitekt teiknaði m.a. Gamla bíó, Herkastalann, Esjuberg þar - sem Borgarbókasafnið var lengi til húsa, hús Thors Jenssen við Fríkirkjuveg og Skólabrú. Út er kominn bók um Einar sem Björn G. Björnsson ritaði. Björn kom á Morgunvaktina og sagði okkur frá Einari arkitekt.

Svo er það Elvis. Ný kvikmynd um hann var tekin til sýninga hér í fyrradag. Umboðsmaður hans er í forgrunni en sá var þrjótur og hugsaði um eigin hag fremur en listamannsins. Bjarni Arason söngvari þekkir vel sögu Elvis, hann talaði um kónginn við okkur.

Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, var líka með okkur. Við töluðum meðal annars um ferðatöskufjöllin í flugstöðvum víða um álfuna; farþegum til ama og óþæginda. Kristján er í Stokkhólmi þar sem mikil hátíðahöld eru framundan vegna Jónsmessu, og gefin hefur verið út gul viðvörun vegna hita og sólskins.

Umsjón höfðu Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir

Tónlist:

Return to sender ? Elvis Presley

If I can dream ? Elvis Presley

In the ghetto ? Bjarni Arason

Always on my mind ? Elvis Presley

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,