12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 24. júní 2022
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Íslenska ríkið hefur viðurkennt brot gegn kærendum í fjórtán málum sem hafa verið til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu og tengjast Landsréttarmálinu. Fyrrverandi dómsmálaráðherra, telur að íslensk stjórnvöld hafi með þessu skrumskælt réttarríkið.

Álag á Landspítalann hefur aukist vegna COVID-19 síðustu vikur. Þrjátíu og tveir liggja á spítalanum með veiruna. Fyrir mánuði voru þeir aðeins níu. Yfirlæknir á Landspítalanum segir að bólusetning veiti góða vörn gegn alvarlegum veikindum.

Búlgaría ætlar að falla frá neitunarvaldi sínu við umsókn Norður-Makedóníu um aðild að Evrópusambandinu. Leiðtogaráð sambandsins samþykkti í gær að veita Úkraínu og Moldóvu stöðu umsóknarríkja.

Fjórir af hverjum fimm bílum sem hafa verið nýskráðir á árinu eru vistvænir. Formaður Rafbílasambandsins vill að stjórnvöld marki stefnu um að uppbygging hleðslustöðva fylgi fjölgun vistvænna bíla.

Grænum orkugarði verður líklega fundinn staður á norðurströnd Reyðarfjarðar og þar á að hefjast framleiðsla á rafeldsneyti eftir sex ár. Þetta kemur fram í nýjum samningi Fjarðabyggðar og alþjóðlegs fjarfestingasjóðs, sem ætlar að verja 14 þúsund milljörðum íslenskra króna í slíkar fjárfestingar víða um heim á næstu átta árum.

Breski Íhaldsflokkurinn tapaði tveimur þingsætum sem kosið var um í aukakosningum í gær. Stjórnarandstaðan segir að kjósendur hafi lýst vantrausti á Boris Johnson forsætisráðherra.

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, gengur til liðs við Ítalíumeistara Juventus eftir EM í sumar. Hún fer þangað frá franska liðinu Lyon.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,