14:03
Glans
TÍMAFLAKK: sauðfé
Glans

„Það sem er raunverulega áhugavert við hvert og eitt okkar eru grímurnar, ekki raunsæið á bak við þær. Þetta er auðmýkjandi játning, en við erum öll gerð úr því sama,“ skrifaði Oscar Wilde í einni ritgerða sinna. Án grímunnar og dýrðarljómans erum við öll tiltölulega svipuð, mannleg. Í þessari þáttaröð verður varpað ljósi á glansmyndirnar allt um lykjandi. Fyrirbrigði, táknmyndir og hugmyndir verða skoðaðar frá persónulegu sjónarhorni og til að mynda fjallað um minni, svik, hlustun, hraða, feguð,fölsun, eignir og egó.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Katrín Ásmundsdóttir.

Af handahófi gröfum við upp gömul hljóðbrot úr safni RÚV og hlustum á þau með eyrum ársins 2020. Rætt er við samtímafólk og þegar möguleiki gefst, einhvern sem tengist umræddri upptöku.

,,Maðurinn var ljótur en sauðkindin fögur. Sauðkindin var eins og dýrleg birta í myndinni, föst og traust. Engu að síður lifandi og frjáls. Og það sem skipti ekki hvað minnstu máli við síðari íhugun, snoppa hennar var miklu nær grasinu en höfuð mannsins.?? Þetta sagði Broddi Jóhannesson í þætti sínum um sauðkindina árið 1960, en við skoðum dýrategundina nánar í þætti dagsins. Við rýnum í eðli sauðfjár og heimsækjum að gefnu tilefni Jóhönnu Kristjánsdóttur, sauðfjárbónda í Svansvík í Ísafirði. Við heyrum brot úr áðurnefndum þætti Brodda Jóhannessonar og einnig þætti Sveins Skorra Höskuldssonar frá 1959 þar sem hann heimsækir Þverárrétt í Mýrasýslu og spjallar við bændur og fjallkónga.

Umsjónarmaður: Anna Gyða Sigurgísladóttir

Var aðgengilegt til 24. júní 2023.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,