Kiljan

Þáttur 21 af 25

Í Kilju vikunnar ræðir Þórdís Helgadóttir við okkur um skáldsögu sína Armeló sem hefur fengið afar góða dóma. Kristín Ómarsdóttir segir frá bók sinni Móðurást: Oddný sem er tilnefnd til Fjöruverðlaunanna. Þorsteinn Jónsson var ungur kvikmyndagerðarmaður í Prag 1968 þegar Sovétmenn réðust inn í landið, hann minnist þeirra atburða í bókinni Vordagar í Prag. Sölvi Björn Sigurðsson ræðir um tvær bækur sem hann sendir frá sér fyrir jólin, ljóðabókina Anatómia fiskanna og skáldsöguna Melankólía vaknar. Þá kynnumst við yngstu manneskju sem hefur verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, en það er barnabókahöfundurinn Embla Bachmann. Bókin hennar nefnist Stelpur stranglega bannaðar. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Deus eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur, Frýs í æðum blóð eftir Yrsu Sigurðardóttur og Bilaða ást eftir Sigurjón Magnússon.

Frumsýnt

6. des. 2023

Aðgengilegt til

5. des. 2024
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,