Þurfum betri tæki til að mæla lestrarframfarir

Niðurstöður stærstu rannsóknar sem gerð hefur verið á læsiskennslu á Íslandi eru loks væntanlegar á bók, en vinna við hana hófst árið 2012.

Annars vegar er um að ræða gögn úr 120 skólum, frá öllum kennurum í 1.-4. bekk og hins vegar er sérstök skoðun á sex skólum sem nota svokallað byrjendalæsi við lestrarkennslu yngstu barna.

Rúnar Sigþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri hefur stýrt þessari vinnu. Hann segir sárlega skorta betri mælitæki, svo hægt sé að leggja mat á framfarir barna í lestri eftir mismunandi kennsluaðferðum. Viðtal við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Þessi umfjöllun er hluti af umfjöllun Kveiks um læsi á Íslandi.