Íslenska mannflóran II

Menningarnám eða menningarást

Menningarnám er ekki nám sem er stundað við háskóla, heldur arðrán yfirráðandi hópa á þáttum úr menningu undirokaðra hópa. Hinsvegar er menning fljótandi og við tökum og fáum lánað frá öðrum menningarsvæðum og menningarkimum daglega. En vald hefur þar vægi, sem vert er skoða. Í þættinum býður Chanel Björk Sturludóttir fjórum viðmælendum í pallborðsumræður um menningarnám. Þátttakendur í pallborðinu eru Stephen Albert Björnsson, blandaður Íslendingur, Sunna Sasha Larosiliere, blandaður Íslendingur og starfsmaður Utanríkisráðuneytisins, Þórarinn Hjartarson, umsjónarmaður hlaðvarpsins Ein Pæling, og Silja Björk Björnsdóttir, rithöfundur og umsjónarmaður hlaðvarpsins Kona er nefnd.

Frumflutt

12. des. 2020

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Íslenska mannflóran II

Íslenska mannflóran II

Íslenska mannflóran er þáttaröð um fjölmenningu í íslensku samfélagi í umsjón Chanel Bjarkar Sturludóttur. Í fyrstu þáttaröðinni af Íslensku mannflórunni veitti hún hlustendum innsýn í hugarheim blandaða Íslendinga. Í þessum framhaldsþáttum mun Chanel kanna og svara djúpstæðum spurningum um fjölmenningu í íslensku samfélagi og mun ræða við ýmsa íslendinga; bæði litaða, hvíta og aðflutta um upplifanir þeirra af fjölmenningunni hér á landi.

Umsjón: Chanel Björk Sturludóttir.

Þættir

,