Íslenska mannflóran II

Má ég snerta hárið þitt?

Í þættinum fáum við kynnast því hvernig er vera af blönduðum uppruna á Íslandi hvað hárgerð varðar, aðallega hár fólks af afrískum, suðuramerískum eða karabískum uppruna, afróhár. Chanel Björk tók tali þrjár stelpur af blönduðum uppruna sem hafa allar afróhár. Þær spjölluðu saman um þemalag þáttarins, Don't touch my hair með Solange, um hárið á sér og fegurðarstaðalímyndir samfélagsins. Viðmælendur eru: Sunna Sasha Larosiliere, Indy Alda Saouda Yansane og Kanema Erna Mashinkila.

Frumflutt

25. jan. 2020

Aðgengilegt til

18. júní 2024
Íslenska mannflóran II

Íslenska mannflóran II

Íslenska mannflóran er þáttaröð um fjölmenningu í íslensku samfélagi í umsjón Chanel Bjarkar Sturludóttur. Í fyrstu þáttaröðinni af Íslensku mannflórunni veitti hún hlustendum innsýn í hugarheim blandaða Íslendinga. Í þessum framhaldsþáttum mun Chanel kanna og svara djúpstæðum spurningum um fjölmenningu í íslensku samfélagi og mun ræða við ýmsa íslendinga; bæði litaða, hvíta og aðflutta um upplifanir þeirra af fjölmenningunni hér á landi.

Umsjón: Chanel Björk Sturludóttir.

Þættir

,