Íslenska mannflóran II

Hvað ber framtíðin í skauti sér

Hvaða þýðingu hefur fjölmenningarþróunin fyrir íslenskt samfélag? Hvernig sjáum við hana fyrir okkur? Í lokaþættinum veltum við fyrir okkur hvað framtíðin ber í skauti sér. Síðustu ár hefur íslenskt samfélag gengið í gegnum miklar breytingar samfara því aldrei hafa fleiri flutt til landsins. Chanel Björk ræðir við Elizu Reid forsetafrú, sem er einmitt af erlendum uppruna, um fjölmenningarsamfélagið á Íslandi og framtíðina. Auk þess ræðir hún við viðmælendur sína úr öðrum þáttum um það hvernig þau sjá fjölmenningarþróunina á Íslandi fyrir sér. Viðmælendur eru: Sanna Magdalena Mörtudóttir, Unnsteinn Manuel Stefánsson, Aldís Amah Hamilton og Sigurður Andrean Sigurgeirsson.

Frumflutt

8. feb. 2020

Aðgengilegt til

18. júní 2024
Íslenska mannflóran II

Íslenska mannflóran II

Íslenska mannflóran er þáttaröð um fjölmenningu í íslensku samfélagi í umsjón Chanel Bjarkar Sturludóttur. Í fyrstu þáttaröðinni af Íslensku mannflórunni veitti hún hlustendum innsýn í hugarheim blandaða Íslendinga. Í þessum framhaldsþáttum mun Chanel kanna og svara djúpstæðum spurningum um fjölmenningu í íslensku samfélagi og mun ræða við ýmsa íslendinga; bæði litaða, hvíta og aðflutta um upplifanir þeirra af fjölmenningunni hér á landi.

Umsjón: Chanel Björk Sturludóttir.

Þættir

,