Íslenska mannflóran II

En, hvaðan ertu?

Í þessum fyrsta þætti af sex veltum við fyrir okkur spurningunni „Hvaðan ertu?“ og því hvernig fólk af blönduðum uppruna svarar henni. Hvernig svörum við ef fjölskyldusaga okkar er ekki einföld og teygir jafnvel anga sína víðs vegar um heiminn? Er það fæðingarstaður okkar sem segir til um hvaðan við erum? Eða vegabréfið okkar? Í þessum þætti leitar Chanel Björk svara við þessum spurningum með viðtölum við blandaða Íslendinga og Guðmund Hálfdánarson, sagnfræðing. Viðmælendur eru: Aldís Amah Hamilton, Davíð Katrínarson og Ragnhildur Melot.

Frumflutt

4. jan. 2020

Aðgengilegt til

18. júní 2024
Íslenska mannflóran II

Íslenska mannflóran II

Íslenska mannflóran er þáttaröð um fjölmenningu í íslensku samfélagi í umsjón Chanel Bjarkar Sturludóttur. Í fyrstu þáttaröðinni af Íslensku mannflórunni veitti hún hlustendum innsýn í hugarheim blandaða Íslendinga. Í þessum framhaldsþáttum mun Chanel kanna og svara djúpstæðum spurningum um fjölmenningu í íslensku samfélagi og mun ræða við ýmsa íslendinga; bæði litaða, hvíta og aðflutta um upplifanir þeirra af fjölmenningunni hér á landi.

Umsjón: Chanel Björk Sturludóttir.

Þættir

,