Heimsmenning á hjara veraldar

Heinz Edelstein

Umfjöllun um Heinz Edelstein sellóleikara og stofnanda Barnamúsíkskólans í Reykjavík. Stefán Edelstein rifjar upp hvernig það bar til Edelstein-fjölskyldan kom til landsins og ýmislegt úr lífi og störfum föður síns. Þorsteinn Hannesson minnist þess þegar Urbancic og Edelstein "tróðu í hann" Jóhannesarpassíunni 1943. Rögnvaldur Sigurjónsson segir frá samstarfi sínu við Edelstein og Stephanek í kammermúsík. Pétur Urbancic rifjar upp sellótíma hjá Edelstein. Guðfinna Dóra Ólafsdóttir talar um Edelstein sem tónlistarkennara barna og jafnframt um kynni sín af fjölskyldunni sem voru nágrannar hennar í æsku. Umsjón: Sigríður Stephensen. Hljóðritað 1997.

Frumflutt

7. júlí 2011

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Heimsmenning á hjara veraldar

Um erlenda tónlistarmenn sem settu svip á íslenskt tónlistarlíf á fjórða áratug síðustu aldar eins og Franz Mixa, Viktor Urbancic, Róbert Abraham Ottóson, Heinz Edelstein, Carl Billich og Fritz Weisshappel.

Umsjón: Sigríður Stephensen.

(Áður flutt 1997)

Þættir

,