Heimsmenning á hjara veraldar

Victor Urbancic

Í þættinum er minnst Victors Urbanicic, tónlistarmanns sem hingað kom árið 1938 og bjó hér til dauðadags, árið 1958.

Dóttir hans, Sibyl Urbancic segir frá tildrögum þess hann kom hingað o.fl. Nemendur hans og samstarfsfólk, Rögnvaldur Sigurjónsson, Gunnar Egilsson og Þuríður Pálsdóttir segja frá samstarfinu við hann. Kórmeðlimurinn Jón Múli Árnason minnist hans og tónfræðakonan Aðalheiður Þorsteinsdóttir segir frá rannsóknum sínum á ævi Urbancic og störfum. Umsjón: Sigríður Stephensen. Hljóðritað 1997.

Frumflutt

23. júní 2011

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Heimsmenning á hjara veraldar

Um erlenda tónlistarmenn sem settu svip á íslenskt tónlistarlíf á fjórða áratug síðustu aldar eins og Franz Mixa, Viktor Urbancic, Róbert Abraham Ottóson, Heinz Edelstein, Carl Billich og Fritz Weisshappel.

Umsjón: Sigríður Stephensen.

(Áður flutt 1997)

Þættir

,