Heimsmenning á hjara veraldar

Franz Mixa og fleiri forkólfar

Í þættinum er rifjað upp sitthvað úr ævi Franz Mixa tónlistarmanns sem starfaði hér frá 1929-1938. Viðmælendur eru Jón Þórarinsson, Ólafur Mixa, Rögnvaldur Sigurjónsson, Páll Pampichler Pálsson og Gunnar Egilsson. Páll segir enn fremur frá tildrögum þess hann sjálfur kom til Íslands og Gunnar rifjar upp kynni sín af Albert Klahn sem stjórnaði lúðrasveitum hér frá fjórða áratugnum. Umsjón: Sigríður Stephensen. Hljóðritað 1997.

Frumflutt

16. júní 2011

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Heimsmenning á hjara veraldar

Um erlenda tónlistarmenn sem settu svip á íslenskt tónlistarlíf á fjórða áratug síðustu aldar eins og Franz Mixa, Viktor Urbancic, Róbert Abraham Ottóson, Heinz Edelstein, Carl Billich og Fritz Weisshappel.

Umsjón: Sigríður Stephensen.

(Áður flutt 1997)

Þættir

,