Heimsmenning á hjara veraldar

Carl Billich

Þátturinn fjallar um Carl Billich, tónlistarmann sem hingað kom árið 1933 og bjó hér til dauðadags, undanskildum stríðsárunum. Þuríður Billich segir frá komu hans hingað með Vínartríóinu og frá fangabúðavist hans á eynni Mön. Guðjón Friðriksson les auglýsingu úr blaði frá 1935. Rögnvaldur Sigurjónsson segir frá tónleikum Músíkklúbbsins. Gunnar Egilsson segir frá samstarfi við Billich á Hótel Borg. Friðjón Þórðarson segir frá vinnu Billichs með kvartettinum Leikbræðrum. Pétur Urbancic segir frá samstarfi við Billich, Felszman og Moravek á Naustinu og við Billich í Þjóðleikhúsinu. Umsjón: Sigríður Stephensen. Hljóðritað 1997.

Frumflutt

30. júní 2011

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Heimsmenning á hjara veraldar

Um erlenda tónlistarmenn sem settu svip á íslenskt tónlistarlíf á fjórða áratug síðustu aldar eins og Franz Mixa, Viktor Urbancic, Róbert Abraham Ottóson, Heinz Edelstein, Carl Billich og Fritz Weisshappel.

Umsjón: Sigríður Stephensen.

(Áður flutt 1997)

Þættir

,