Gróska og uppgangur í Evrópu við lok 19. aldarinnar og við
upphaf þeirrar 20. var aðeins skán yfir kraumandi ólgu
óuppgerðra deilumála ríkja álfunnar. Við upphaf 20. aldarinnar
virtust íbúar Evrópu hafa alla ástæðu til bjartsýni en ógæfan
var ekki langt undan. Þrátt fyrir dýra eiða verkalýðs
lét hann glaður etja sér í stríð þegar leiðtogarnir
töldu tíma uppgjörs korninn. Sumir hafa viljað rekja átök Evrópumanna á nítjándu og tuttugustu öld til
kennisetninga helstu heimspekinga álfunnar á þessum tíma.
Ágúst Þór Árnason gerði þættina árið 1994.
Viðmælendur hans í níunda þætti eru:
Guðmundur Hálfdánarson
Vilhjálmur Árnason
Mikael Marlies Karlsson
Karólína Eiríksdóttir