Saga Evrópu hefur öðru fremur einkennst af umróti og átökum.
Tilefnin hafa verið af margvíslegum toga, stjórnmálalegum, efnahagslegum, trúarlegum og jafnvel heimspekilegum.
Þjóðernisstefna, þjóðernisrómantík og þjóðríki allt voru hugtök sem einkenndu þjóðfélagsumbrot aldarinnar.
Við lok nítjándu aldar voru stjórnmálaflokkar eins og við þekkjum þá í dag komnir fram á sjónarsviðið.
Kvenfrelsisbaráttan var hafin fyrir alvöru og kröfur um félagslegar umbætur orðnar háværari.
Ágúst Þór Árnason gerði þættina árið 1994.
Viðmælendur hans í áttunda þætti eru:
Guðmundur Hálfdánarson
Gísli Gunnarsson
Sigurður Ingvi Snorrason