Ritstjórn Landans fer í sparifötin og ver jólunum með þjóðinni í útvarpi allra landsmanna.
Umsjón og dagskrárgerð: Gísli Einarsson, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson og Amanda Guðrún Bjarnadóttir.
Samsetning og aðstoð við framleiðslu: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Landinn fer í nytjamarkaðinn Hertex á Akureyri í leit að notuðum jólafgjöfum, fræðist um matarhefðir ólíkra landa á jólum og spjallar við eina þekktustu ömmu á Akranesi.
Viðmælendur: Kristrún Jóhannesdóttir, Lára Ósk Hlynsdóttir og Andrea Þórunn Björnsdóttir.
Dagskrárgerð: Amanda Guðrún Bjarnadóttir, Gísli Einarsson og Hafsteinn Vilhelmsson.
Samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Sigvaldi Kaldalóns samdi mörg jólalög og er „Nóttin var sú ágæt ein“ þekktast þeirra. Í þessum þætti verða leikin öll jólalög Sigvalda, en nokkur þeirra hafa verið hljóðrituð í fyrsta skipti fyrir þennan þátt.
Umsjón hefur Una Margrét Jónsdóttir.
Gestir þáttarins eru færeyingarnir Jogvan Hansen tónlistarmaður,Marenza Poulsen smurbrauðsjómfrú og veitingahúsaeigandi
og Kristina Bærendsen tónlistarkona.
Þau segja hlustendum frá jólahefðunum í Færeyjum, jólamatnum, jólatónlistinni og rifja upp jólaminningar frá bernskuárunum.
Hvað einkennir færeysk jól og hvernig eru þau ólík þeim íslensku? Þau Kristina,Jogvan og Marentza velja hvert um sig sitt uppáhaldsjólalag og segja frá því.
Tónlistin í þættinum:
1)Barnajól (Irving Berlin-Alex Bærendsen)
2)Frelsari okkar(Alex Bærendsen)
3)Ég gleðst svo hvert jólakvöld(M.Wexelsen)
4)Kavaeinglar(H.H Skaale-Jogvan Hansen)

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.

Þáttaröð í fjórum hlutum sem fjalla um birtingarmyndir fötlunar í menningu og listum. Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Heiða Vigdís Sigfúsdóttir leiða hlustendur í gegnum sögu fötlunar, skilgreiningar hennar og hvaða mynd listin dregur upp af fötluðu fólki. Þær ræða við fræða- og listafólk, höfunda, fatlað fólk og aðgerðasinna sem sér efnið út frá ýmsum sjónarhornum.
Umsjón: Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Heiða Vigdís Sigfúsdóttir.
Ritstjórn og samsetning: Jóhannes Ólafsson.
Geiðheilbrigði og list á jaðrinum verður aðalefni þáttarins. Rætt er við Héðinn Unnsteinsson sem hefur verið framarlega í réttindabaráttu í þágu geðheilbrigðis og farið verður í heimsókn í Listvinnsluna og í danstíma í Kúnstpásu.
Viðmælendur: Héðinn Unnsteinsson rithöfundur, Íris Stefanía Skúladóttir dansari og kennari, Þórir Gunnarsson listamaður, Elín Sigríður María Ólafsdóttir listamaður, Eiríkur Karl Ólafsson Smith frá Rannsóknarsetri í fötlunarfræðum.
Umsjón: Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Heiða Vigdís Sigfúsdóttir.

Sr. Bjarni Þór Bjarnason sóknarprestur þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson organisti leikur undir og stjórnar Kammerkór Seltjarnarneskirkju. Barnakór Seltjarnarneskirkju syngur undir stjórn Þorsteins Freys Sigurðssonar og Maríu Konráðsdóttur. Ritningarlestra lesa þau Ólafur Ísleifsson og Guðrún Brynjólfsdóttir.
Tónlistin í messunni:
Fyrir predikun
Forspil: Nimrod eftir Edward Elgar í útsetningu Alan Ridout
Allir sálmar eru með númerin úr gömlu sálmabókinni, fyrir aftan eru númerin úr þeirri nýju
1. Sálmur númer 80 (53) Heiti lags/sálms Bjart er yfir Betlehem Höfundar Ingólfur Jónsson frá Prestbakka – Lag frá 13. öld
2. sálmur númer 94 (38) Jesús, þú ert vort jólaljós. Höfndur texta er Valldimar Briem og höfudur lags er C.E.F Weise.
3. Sámur númer 74 (49 ) Gleð þig , særða sál. Höfundr texta er Stefán frá Hvítadal og höfundar lags er Sigvaldi Kaldalóns.
Stólvers á undan prédikun : Barnakór Seltjarnarneskirkju syngur Ljóss barn – texti eftir Kristján Val Ingólfsson og lagið er eftir C.R. Young.
Eftir predikun
Númer Heiti lags/sálms Höfundar
4. sálmur Bráðum koma jólin. Texti er eftir Friðrik Guðna Þórleifsson og lagið er franskt þjóðlag
5. Sálmur númer 96 (67) Fögur er foldin. Texti er eftir Bernhard S. Ingemann. Sr. Matthías Jochumsson þýddi textann. Lagið er þjóðlag frá Slesíu. Útsetning er eftir Anders Öhrwall.
Eftirspil: Largamente-þáttur úr Pomp and Circumstance eftir Edward Elgar.

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Álfarnir og skóarinn (Þýskaland)
Leikraddir:
Agnes Wild
Felix Bergsson
Guðrún Hálfdánardóttir
Jóhannes Ólafsson
Melkorka Ólafsdóttir
Rúnar Freyr Gíslason
Sigríður Sunna Reynisdóttir
Valgeir Sigurðsson
Þórunn Elísabet Bogadóttir
Handrit, lestur, klipping og hljóðskreyting: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Söngkonan Elly Vilhjálms naut umtalsverðrar hylli á sínum tíma og mörg þeirra laga sem hún hljóðritaði njóta enn vinsælda og halda nafni hennar á lofti. Sagt er frá söngferli hennar og leikin nokkur lög sem hún hljóðritaði, þ.á.m. frá sjötta áratugnum, áður en hún söng inn á sína fyrstu hljómplötu.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Hljóðritun frá tónleikum í Kammermúsíkklúbbsins í Norðurljósum, Hörpu þar sem Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari, Sigurgeir Agnarsson sellóleikari og píanóleikarinn Liam Kaplan fluttu verk eftir afmælistónskáldin Arvo Pärt og Maurice Ravel.
Á efnisskrá:
Mozart-Adagio fyrir píanótríó eftir Arvo Pärt.
Spiegel im Spiegel fyrir selló og píanó eftir Arvo Pärt.
Sónata nr. 2 fyrir fiðlu og píanó eftir Maurice Ravel.
Píanótríó í a-moll eftir Maurice Ravel.
Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir.
Þáttur um íslensku og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir, Atli Sigþórsson og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir
Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.
Bing Crosby söng sig inn í hjörtu heimsins með laginu White Christmas, eftir Irving Berlin, sem varð eitt vinsælasta jólalag allra tíma. Textinn hefur verið endursaminn á fjölda annarra tungumála og íslenska er þar engin undantekning. Fleiri en ein útgáfa er til af því á íslensku. Í þættinum eru leiknar ýmsar útgáfur af laginu White Christmas og á margvíslegum tungumálum.

Útvarpsfréttir.

Cécile McLorin Salvant er þrefaldur Grammy-verðlaunahafi og hefur að auki hlotið þrjár Grammy-tilnefningar og fjölda annarra viðurkenninga og verðlauna fyrir tónlistarflutning sinn. Hún hefur hrifið hlustendur um víða veröld fyrir einstaklega tjáningarríka og magnaða söngrödd, frumlegt verkefnaval og sterkar og grípandi lagasmíðar. Á efnisskrá tónleikanna í Eldborg verður blanda af frumsaminni og eldri tónlist úr ýmsum áttum.
Cécile McLorin Salvant er fædd í Bandaríkjunum árið 1989 en rekur uppruna sinn til Haítí, Túnis og Frakklands. Hún nam lögfræði og óperusöng áður en hún sneri sér að jazzsöng en hún vakti fyrst verulega athygli árið 2010 þegar hún bar sigur úr býtum í jazzsöngkeppninni Thelonious Monk Jazz Vocal Competition. Salvant hefur sent frá sér sex breiðskífur sem bera vott um einstaka víðsýni, forvitni og tilraunagleði í verkefnavali og lagasmíðum. Blús og barokk, jazz, popp og gospeltónlist og þjóðlagahefðir allra heimshorna renna þar saman við eigin tónlist Salvant, sem miðlar af einstöku listfengi og djúpu næmi fyrir kjarna tónlistarinnar hverju sinni.
Auk hennar komu fram á tónleikunum í Hörpu 31. ágúst 2025 - píanóleikarinn Sullivan Fortner, trommuleikarinn Kyle Poole og bassaleikarinn Yasushi Nakamura.
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Grýlukvæði (Ísland) - Athugið að atriði í þessum þætti gætu vakið óhug hjá yngstu börnunum, mælt er með að þau hlusti með fullorðnum.
Leikraddir:
Agnes Wild
Bastían Kári Valgeirsson
Felix Bergsson
Guðrún Hálfdánardóttir
Gunnar Hansson
Jóhannes Ólafsson
Kaja Dýrleif Valgeirsdóttir
Margrét Erla Maack
Melkorka Ólafsdóttir
Rúnar Freyr Gíslason
Þórunn Elísabet Bogadóttir
Handrit, lestur, klipping og hljóðskreyting: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Fréttir
Aðfaranótt aðfangadags 1956 komu 52 ungverskir flóttamenn til Íslands með Gullfaxa. Þá höfðu Sovétmenn brotið á bak aftur uppreisnina í Ungverjalandi. Þetta var fyrsti hópur flóttamanna sem fékk hæli hér á landi fyrir tilstuðlan stjórnvalda. Í þáttunum er farið yfir undirbúning og framkvæmd þessara aðgerða og ljósi varpað á sögu og afdrif Ungverjanna.
Umsjón: Ingvar Þór Björnsson
Í þriðja þætti af Fimmtíu og tveimur er sjónum beint að afdrifum flóttafólksins frá Ungverjalandi, heimþrá og aðlögun.
Viðmælendur:
Helgi Bernódusson
Michael Þórðarson
Eva Jóhannsdóttir
Maríanna Csillag

Veðurfregnir kl. 18:50.
Maurice Ravel var framan af ferli sínum ítrekað hafnað af listaakademíunni í París. Þegar hann stóð á þrítugu fór hann í stutta siglingu til Íslands og skrifaði póstkort frá Þingvöllum til góðrar vinkonu sinnar. Um svipað leyti fór ferill hans á flug og hans er síðan minnst sem eins fremsta tónskálds Frakklands.
Í tilefni af 150 ára fæðingarafmæli Maurice Ravel verður farið yfir ævi hans í tali og tónum.
Maurice Ravel var framan af ferli sínum ítrekað hafnað af listaakademíunni í París. Þegar hann stóð á þrítugu fór hann í stutta siglingu til Íslands og skrifaði póstkort frá Þingvöllum til góðrar vinkonu sinnar. Um svipað leyti fór ferill hans á flug og hans er síðan minnst sem eins fremsta tónskálds Frakklands.
Í tilefni af 150 ára fæðingarafmæli Maurice Ravel verður farið yfir ævi hans í tali og tónum.

Þáttaröð í fjórum hlutum sem fjalla um birtingarmyndir fötlunar í menningu og listum. Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Heiða Vigdís Sigfúsdóttir leiða hlustendur í gegnum sögu fötlunar, skilgreiningar hennar og hvaða mynd listin dregur upp af fötluðu fólki. Þær ræða við fræða- og listafólk, höfunda, fatlað fólk og aðgerðasinna sem sér efnið út frá ýmsum sjónarhornum.
Umsjón: Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Heiða Vigdís Sigfúsdóttir.
Ritstjórn og samsetning: Jóhannes Ólafsson.
Geiðheilbrigði og list á jaðrinum verður aðalefni þáttarins. Rætt er við Héðinn Unnsteinsson sem hefur verið framarlega í réttindabaráttu í þágu geðheilbrigðis og farið verður í heimsókn í Listvinnsluna og í danstíma í Kúnstpásu.
Viðmælendur: Héðinn Unnsteinsson rithöfundur, Íris Stefanía Skúladóttir dansari og kennari, Þórir Gunnarsson listamaður, Elín Sigríður María Ólafsdóttir listamaður, Eiríkur Karl Ólafsson Smith frá Rannsóknarsetri í fötlunarfræðum.
Umsjón: Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Heiða Vigdís Sigfúsdóttir.

Sagt frá ýmsum stöðum um allt land sem eiga sérstakt pláss í hjörtum viðmælenda.
Umsjón og dagskrárgerð: Gígja Hólmgeirsdóttir
Hver er eftirlætisstaðurinn þinn á landinu? Þessari spurningu hefur fólk um allt land svarað í þáttaröðinni Af stað. Nú er búið að taka saman nokkur þessara innslaga og flokka eftir landsfjórðungum: Norður-, suður-, austur-, vestur. Í þessum þætti er haldið suður.
Viðmælendur: Jónatan Garðarsson, Kristín Svava Tómasdóttir, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir og Gunnlaugur Róbertsson.


Veðurfregnir kl. 22:05.
Í Sveiflutíðni er kafað í samband raftónlistar á árdögum hennar við útvarp og tækniþróun tónlistar í samhengi við þá tónlistarmiðla sem komið hafa síðan. Fjallað er sérstaklega um Daphne Oram sem starfaði við hljóðhönnun hjá BBC og Magnús Blöndal Jóhannsson sem vann rafverk sín í hljóðverum RÚV, í tilefni af 100 ára afmælum þeirra beggja á árinu. Þáttaröðin er samtals þrír þættir.
Umsjónarmaður: Pétur Eggertsson
Í síðasta þætti Sveiflutíðni er farið hratt yfir þróun raftónlistar eftir að aðgengi að búnaði jókst til muna fram eftir tuttugustu öldinni. Snert er á frumkvöðlum í heimi hljóðgervla, tölvutónlistar, danstónlistar og gervigreindar.
Viðmælendur:
Atli Bollason, Ríkharður H. Friðrikson, Ronja Jóhannsdóttir, Þóranna Björnsdóttir, Þórhallur Magnússon
Tónlist í þættinum:
J.S. Bach - Aria úr Goldberg tilbrigðum (Glenn Gould)
King Crimson - I Talk to the Wind
Conlon Nancarrow - úr "Studies for Player Piano"
Procol Harum - A Whiter Shade of Pale
Milton Babbitt - Philomel f. sópran, segulband og hljóðgervil
Eduard Artemiev - Solaris - III. hluti
The Moog Cookbook - Classic Rock Smorgasbord
Wendy Carlos - A Clockwork Orange (meginstef)
J.S. Bach - Cantata #29 (Wendy Carlos)
Suzanne Ciani - Princess with Orange Feet
- Liberator (Atari auglýsing)
Þórólfur Eiríksson - Mar (Guðni Franzson - Klarínett)
Max Matthews - Pacific Rimbombo
Beverly Glenn-Copeland - Ever New
Autechre - VI Scoise Pose
Dariush Dolat-Shahi - 'Sama
Laurie Spiegel - Patchwork
- úr Music Mouse
Cerrone - Supernature
Indeep - Last Night a DJ Saved My Life
Kraftwerk - Trans Europa Express
Donna Summer - I Feel Love
Fingers Inc. - Mystery of Love
Cybotron - Clear
Wojciech Rusin - Speculum Veritatis (feat, Eden Girma)
Sewerslvt - Pretty cvnt
Arca - Knot
The Velvet Sundown - Floating on Echoes
Giacomo Lepri - Magnetologues fyrir tvö Stacco
Dolly Parton - Jolene (Holly+)
Jennifer Walshe - Hildegard von Bingen: In Principio Omnes
Olivier Messiaen - Oraison

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Freyr Eyjólfsson mætir með kaffibollann sinn og grúskar í allskonar tónlist frá ýmsum tímum.

Útvarpsfréttir.

Rúnar Róberts í huggulegum sunnudagsgír með mikið af tónlist frá níunda áratugnum, "Eitís".

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Blönduð tónlist sem fer vel á meðan sunnudagssteikin mallar í ofninum.

Fréttastofa RÚV.

Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.

Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Við stiklum á stóru í yfirferð okkar um árið 2025 í plötu vikunnar. Atli Már sér um að leiða okkur í gegnum fyrstu mánuði ársins og hvað kom inn til okkar þá. Hildur, Floni, Ný Dönsk, Amor Vincit Omnia, Elín Hall og Birnir láta sjá sig meðal annara.