
Maurice Ravel í 150 ár
Maurice Ravel var framan af ferli sínum ítrekað hafnað af listaakademíunni í París. Þegar hann stóð á þrítugu fór hann í stutta siglingu til Íslands og skrifaði póstkort frá Þingvöllum til góðrar vinkonu sinnar. Um svipað leyti fór ferill hans á flug og hans er síðan minnst sem eins fremsta tónskálds Frakklands.
Í tilefni af 150 ára fæðingarafmæli Maurice Ravel verður farið yfir ævi hans í tali og tónum.