
Elly Vilhjálms: Söngfuglinn frá Merkinesi
Söngkonan Elly Vilhjálms naut umtalsverðrar hylli á sínum tíma og mörg þeirra laga sem hún hljóðritaði njóta enn vinsælda og halda nafni hennar á lofti. Sagt er frá söngferli hennar og leikin nokkur lög sem hún hljóðritaði, þ.á.m. frá sjötta áratugnum, áður en hún söng inn á sína fyrstu hljómplötu.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.