12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 27. janúar 2026

Útvarpsfréttir.

ICE-liðum fækkar í Minneapolis, hátt settur embættismaður í landamæraeftirliti yfirgefur borgina og Bandaríkjaforseti sendir þangað nýjan fulltrúa til að stjórna aðgerðum.

Formaður Samfylkingarinnar segir nýjan oddvita Samfylkingarinnar í borginni hafa sterkt umboð til að leiða breytingar. Enn er óvíst hvort borgarstjóri þiggur annað sætið á lista flokksins eftir tap í oddvitakjöri.

Það hillir í að framkvæmdir geti hafist við byggingu Þjóðarhallar. Útboðsferli er á lokametrunum.

Ísland mætir Sviss á Evrópumótinu í handbolta í Svíþjóð klukkan hálf þrjú í dag. Ísland er í góðri stöðu til að komast í undanúrslit EM í fyrsta sinn í 16 ár en þarf að vinna í dag og Slóveníu á morgun.

Dæmi eru um tugprósentustiga hækkanir á fasteignagjöldum vegna hækkana á fasteignaverði.

Dönum sárna mjög nýleg ummæli Bandaríkjaforseta um hermenn NATO í Afganistan, segir þingmaður á Evrópuþinginu og fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur.

Íslenskur líffræðingur tók þátt í að raðgreina erfðamengi loðnashyrnings sem fannst í maga úlfahvolps frá ísöld.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,