20:35
Samfélagið
Smáforritið Bati, Persónuvernd í 25 ár, ljótt og flott umhverfi

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Netfang: [email protected]

Í dag ætlum við að kynna okkur smáforritið Bata, sem hefur það markmið að styðja við fólk með fíknisjúkdóma. Þórdís Rögn Jónsdóttir, annar stofnenda fyrirtækisins Rekovy á bak við smáforritið, ætlar að setjast hjá okkur í upphafi þáttar og segja okkur meira.

Á morgun verður haldið upp á 25 ára afmæli Persónuverndar – stofnunin býður til afmælismálþings í Eddu, húsi stofnunar Árna Magnússonar, þar sem fjallað verður um stöðu persónuverndar í síbreytilegum heimi. Margt hefur breyst síðan stofnunin var sett á stofn og Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar ætlar að kíkja við og spjalla um það.

Síðan fáum við pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi og pistlahöfundi Samfélagsins.

Tónlist úr þættinum:

PAUL SIMON - You Can Call Me Al.

OYAMA - Vinur vina minna.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,