08:03
Morgunglugginn
Samfélagsábyrgð Zappa og strandveiðar

Fréttaþáttur á samtengdum rásum þar sem teknar eru fyrir helstu fréttir dagsins.

Umsjón: Helgi Seljan og Vera Illugadóttir.

Í fyrri hluta þáttarins flutti Jón Knútur Ásmundsson pistil. Hann velti fyrir sér verslun í sinni víðustu mynd, trommari Amon Ra kom líka við sögu, einnig ólífur og Frank Zappa.

Strandveiðar voru til umræðu í seinni hluta þáttarins. Strandveiðitímabilinu lauk í vikunni og í gær varð endanlega ljóst að ekki yrði bætt við í hinn svokallaða strandveiðipott, sem í eru tíu þúsund tonn. Barátta strandveiðimanna fyrir því að róa í 48 daga á ári, og loforð stjórnvalda um að uppfylla þann draum þeirra, verður því ekki að veruleika þetta sumarið. Á línunni voru atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, og eins Kjartan Páll Sveinsson strandveiðisjómaður.

Tónlist:

Aerial Troubles – Stereolab

Fyrsta ástin - Hipsumhaps

Í landhelginni (12 mílur) - Haukur Morthens

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 57 mín.
,