18:10
Spegillinn
Ísraelsher heldur árásum sínum á almenna borgara í Gaza áfram af fullum þunga

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

OCHA er stofnun innan Sameinuðu þjóðanna, sem hefur það hlutverk að samræma hjálparstarf á átaka- og hamfarasvæðum, þar sem margar stofnanir og samtök eru að störfum samtímis, auka skilvirkni hjálparstarfsins, bæta dreifingu og forgangsröðun með það fyrir augum að hjálpargögn berist þangað sem þörfin er mest hverju sinni. Hernumdu svæðin í Palestínu; Vesturbakkinn og Gaza, eru á meðal þeirra staða sem OCHA starfar á, undir merkjum OCHA-OPT. Þessi deild stofnunarinnar birtir vikulega samantekt, um stöðu mannúðarmála og helstu atburði sem hafa áhrif þar á. Í Speglinum er rýnt í skýrslu OCHA um vikuna 9. - 16. júlí.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Markús Hjaltason

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 10 mín.
,