12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 18. júlí 2025

Útvarpsfréttir.

Atvinnurekendur í Grindavík ætla að höfða skaðabótamál gegn ríkinu vegna lokana í bænum. Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis segir að tjón sitt hlaupi á milljónum.

Eldgosinu á Reykjanesskaga gæti lokið á næstu dögum. Verulega hefur dregið úr krafti þess síðan í gær. Gasmengunar getur orðið vart víða um land um helgina.

Formenn stjórnarandstöðunnar segja að heimsókn forseta framkvæmdastjóra ESB hingað til lands sé pólitísk yfirlýsing. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að hún marki grundvallarstefnubreytingu í varnarmálum þjóðarinnar.

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa samþykkt nýjar efnahagsþvinganir gegn Rússum. Minnst sex voru drepnir í dróna- og loftárásum Rússa í suður- og austurhluta Úkraínu í nótt. Opinberar byggingar, verslun og íbúðarhús skemmdust.

Allt að 80 prósent væntanlegra fasteignakaupenda myndu ekki standast greiðslumat fyrir nýrri íbúð á höfuðborgarsvæðinu með lágmarks eigið fé. Formaður Neytendasamtakanna segir galið að aðeins örfáir útvaldir komist í gegnum fjármögnunarferli.

Mark Zuckerberg og tíu aðrir fyrrverandi stjórnendur Facebook hafa gert dómsátt við hóp hluthafa í fyrirtækinu sem kröfðu þá um átta milljarða bandaríkjadala, eða sem nemur tæpum þúsund milljörðum íslenskra króna.

Sjósundskappinn Sigurgeir Svanbergsson ætla að synda yfir Ermarsund í nótt, frá Dover í Englandi til Calais í Frakklandi. Sundið tekur um 20 klukkusundir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,