22:07
Sumarmál
Unnur, Friðrik og íslenskar pizzur í Kína og fugl dagsins

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Ferðasagan þennan föstudaginn var áhugaverð, við sem sagt vorum í sambandi við Friðrik Bjart Magnússon og Unni Örnu Borgþórsdóttur þar sem þau voru í hljóðveri RÚV á Egilsstöðum, en þau eru nýkomin frá Kína þar sem þau voru að opna pizzastað í kínverskri strandborg. Í mars síðastliðnum komu þrír kínverjar á veitingastað Friðriks og Unnar, Ask Pizzeriu á Egilsstöðum, og sögðust vilja opna stað undir þeirra merkjum í Kína. Það tók þau smá tíma að trúa fyrirspurninni, en eftir það gerðust hlutirnir tiltölulega hratt, því nú hefur staðurinn verið opnaður í Weihai, var byggður á mettíma og nú eru seldar þar pizzur til dæmis með nöfnunum Pamela og B.O.B.A. eins og á Egilsstöðum. Við heyrðum ferðasöguna og allt um þetta ævintýri í dag hjá þeim Friðriki og Unni.

Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum í dag:

Casanova / Baggalútur og Una Torfa (Bragi Valdimar Skúlason)

All Star / Smashmouth (Gregory D. Camp)

Freedom / Yoga Lin

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG HULDA GEIRSDÓTTIR

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,