23:10
Umhverfis jörðina
Pólland, saga og menning

Halla Gunnarsdóttir ferðast umhverfis jörðina og fræðir hlustendur um líf og störf fólks í fjarlægum eða nálægum löndum. Hver þáttur er helgaður einu landi og Halla kynnir tónlist frá landinu og fær til sín viðmælendur sem þekkja til lands og þjóðar.

(2007)

Taktföst tónlist, verkamenn og heimsstyrjöld. Þetta gætu verið fyrstu orðin sem koma upp í huga margra Íslendinga þegar Pólland ber á góma. Í þessum þætti Umhverfis jörðina verður reynt að varpa ljósi á margbrotna sögu og menningu Póllands. Til þess njótum við aðstoðar Vals Ingimundarsonar, sagnfræðings, Árna Ólafs Ásgeirssonar, kvikmyndagerðarmanns og Emilíu Jadwiga Kinga Myszak, menntaskólanema á Norðfirði.

Ekki leyfi fyrir netáhorf eftir útsendingu.
Lengd: 53 mín.
e
Endurflutt.
,